Að setja sér markmið

Núna er árið að klárast og margir fara að spá í áramótaheitum. Oft á tíðum eru þau mjög misjöfn, sum mjög smá en á sama tíma önnur það stór að varla er hægt að ná þeim auðveldlega á einu ári.

Fyrir einhverju síðan þá kynntist ég því að setja mér SMART markmið en með því verða markmiðin hnitmiðuð, úthugsuð og líklegri til árangurs.

Markmið eru hugsuð til þess að hjálpa okkur að vita hvert við erum að stefna og af hverju við stefnum þangað. Einnig hjálpa þau okkur að búa okkur til ákveðna tímalínu sem við viljum reyna að standa við og takast á við ákveðin verkefni á leiðinni í átt að markmiðinu.


Hér er góð skýringarmynd ef einhver hefur áhuga að lesa sig betur til.

Sjálf setti ég mér markmið árið 2019. Þau voru mismunandi stór og umfangsmikil, enda hef ég náð sumum en önnur munu fá að fylga mér yfir á 2020 eftir að ég hef endurskoðað þau og rýnt í. Þá er hægt að segja að markmiðið sé orðið SMART-ER
Einnig ætla ég að bæta bæði stærri og minni markmiðum við.
Þau geta verið allt frá því að drekka minnst 2 lítra af vatni á dag yfir í að taka skref daglega í átt að draumavinnunni.

Hver eru þín SMART markmið?

Þið finnið mig á instagram undir sandrabirna

Þar til næst ♡
-Sandra Birna

Þér gæti einnig líkað við