Að raka af sér hárið

Mig hafði alltaf langað að prófa að raka af mér hárið. Það sem ég lét stoppa mig var að ég hélt að hausinn minn var alltof stór og var hrædd um hvað öðrum myndi finnast um það. Samt hafði mig langað að prófa það í mörg ár, en hafði eiginlega aldrei viðurkennt það fyrir neinum fyrr en ég var ólétt af Hlyni. Ég sagði Þorfinni það og spurði auðvitað hvað honum fyndist, því ég var alltaf að pæla í hvað öðrum þætti um þetta og hann svaraði einfaldlega að það skipti hann nákvæmlega engu máli, heldur ætti ég bara að gera það sem ég vildi fyrir sjálfa mig. Hann setti þó ein skilyrði, að hann fengi að raka það af, ef til þess kæmi. Þegar Hlynur var svo um 3 mánaða byrjaði blessaða hárlosið. Ég hef alltaf farið frekar mikið úr hárum, að ég hélt, en hárlos eftir meðgöngu er svo miklu miklu meira. Ég var farin að draga lokka úr hárinu á mér og mér leyst ekkert á blikuna. Þá ákvað ég að það væri kominn tími til að láta hárið fjúka svo við skelltum rakvélinni í samband, klipptum hárið að mestu niður og rökuðum hárið af.

Ég hef ekki í einn dag séð eftir þessari ákvörðun. Það var svo sjúklega þæginlegt að hafa losnað við hárið. Hlynur svaf illa til um 7/8 mánað aldurs og það eitt að þurfa ekki að hugsa mikið um hárið á mér var svo mikill léttir. Ég er með rosa mikið af hári svo það tekur langan tíma að þvo og þurrka það. Við tók ótrúlegt frelsi, að fara í sturtu og geta sett hausinn undir án þess að þurfa að pæla í því að það taki hálfan sólahringinn að þorna, að þurfa ekki að greiða sig, að finna ekki alltaf til í hársverðinum því jú maður er alltaf með tagl eða snúð með ungabarn.

Það tók þó við ótrúlega fyndin og mis skemmtileg stig af hárlengd. Ég er vissulega að safna aftur hárinu, þar sem mér finnst það fara mér betur að vera síðhærð, en á meðan eru ýmsar hárlengdir sem ég fæ að vinna með. Það sem ég vissi ekki, að fyrst ég er með rosa mikið og þétt hár, þá stóð það beint upp í loftið alveg mun lengur en ég bjóst við. Núna er ég næst að bíða eftir að vera með stutta bob klippingu, en það mun örugglega taka ágætan tíma. Það vex þó ótrúlega hratt á mér hárið. Ég er að minnsta kosti farin að geta sett hárið í smá teyjur til að breyta aðeins til hárgreiðslunni.

Ef einhver þarna úti er í hugleiðingum um að klippa hárið sitt eða jafnvel raka það af þá segi ég bara do it. Það er geggjað að hafa prófað þetta, þótt ég haldi að ég muni ekkert endilega gera það aftur.

Takk fyrir lesninguna!

Freydís

Þér gæti einnig líkað við