Að peppa sig í heimaæfingar

Núna hefur öllum líkamsræktarstöðvum verið lokað til að minnsta kosti 17.nóvember, jafnvel lengur og því eru ansi margir að reyna að hreyfa sig heima hjá sér þessa dagana. Þó eru margir sem ströggla við að koma sér í gang að hreyfa sig heima hjá sér, þá kannski sérstaklega fólk sem hefur litla aðstöðu, engin tæki og tól og jafnvel börn á heimilinu sem taka ekki alltaf vel í að mamma og/eða pabbi séu eitthvað að hoppa og skoppa á stofugólfinu. Mig langar að gefa ykkur nokkur ráð hvernig getur verið gott að peppa sig í gang fyrir heimaæfingarnar.

 

Pre-workout

Mér finnst hjálpa mér ótrúlega mikið að fá mér pre-workout til að koma mér í gang fyrir æfingu. Það er bara orðin rútína hjá mér að blanda mér einn skammt og drekka með röri í bolla, og þannig undirbý ég ekki bara líkamann heldur líka hugann minn að nú sé kominn tími til að hreyfa sig. Uppáhalds preworkoutið mitt heitir Supernova og fæst HÉR hjá Bætiefnabúllunni. Þið getið notað afsláttarkóðann minn ROSASOFFIA og fengið 20% afslátt. 

 

Vakna fyrr

Ef þú átt erfitt með að stunda hreyfingu á meðan öll fjölskyldan er á róli þá er tilvalið að vakna á undan öllum til að æfa. Ég geri þetta mjög oft, þá vakna ég um 05:30/06:00, fæ mér pre-workout og dríf mig svo af stað. Ég fer til skiptis út að hlaupa eða tek æfingu á stofugólfinu hjá mér. Það er ótrúlegt hvað maður fer mikið ferskari inn í daginn eftir að hafa tekið æfinguna snemma. Mæli svo ótrúlega mikið með! 

 

Gera æfinguna live með þjálfara

Fyrir marga er ekki nóg að horfa á einhverja mynd eða blað af æfingu sem segir að gera þessa æfingu 20x og svo framvegis. Það er til ógrynni af youtube myndböndum þar sem þjálfarinn er að gera æfinguna allan tímann svo þú getir fylgt eftir. Þá getur þú leitað eftir til dæmis: “cardio workout at home with no equipment” og svo framvegis. Möguleikarnir eru endalausir! Einnig eru margir þjálfarar í dag að bjóða uppá live æfingar sem er ótrúlega sniðugt. Ég sjálf er í slíkum hóp með Granda101 og gæti ekki mælt meira með. Á hverjum degi er ný æfing live kl 08:50 og svo er alltaf hægt að nálgast æfinguna inn í hópnum, þannig að þó maður geti ekki gert æfinguna á þeim tíma, þá gerir maður hana bara seinna. 

 

Göngutúr og teygjur

Ef þú ert ekki mikið fyrir hlaup eða hopp og skopp á stofugólfinu, þá er alltaf hægt að fara út í göngutúr og/eða gera léttar teygjuæfingar. Það er einnig til fullt af youtube myndböndum af teygjum, jóga, öndunaræfingum og allskonar. Það er svo mikið til að allir geta fundið eitthvað sem hentar þeim. 

 

Verða sér út um æfingabúnað

Það gerir líka ótrúlega mikið að hafa einhvern smá æfingabúnað. Ég sjálf er ekki með mikið; ég á dýnu, tvö 5 kg handlóð og teygjur. Svo er ég með eitt 12,5 kg handlóð í láni frá minni æfingastöð sem er notað í live heimaæfingarnar. Þó að það sé ekkert mál að æfa án þess að hafa búnað, þá getur það samt gert góða æfingu enn betri að bæta við smá þyngd eða teygjum. Þetta þarf ekki að vera dýrt. Ef þig langar að kaupa æfingateygjur þá getur þú notað afsláttarkóðann minn “ROSA” hjá Emory fyrir 15% afslátt HÉR

 

Fylgja instagrömmurum sem sýna frá æfingum:

Svo getur það líka peppað mann í gang að fylgjast með öðrum gera heimaæfingar. Það virkar allavega ótrúlega vel fyrir mig og hér eru nokkur dæmi um skemmtilega grammara sem eru duglegar að sýna frá heimaæfingunum: 

@asahulda 

@rakelhlyns 

@oloftara90

@katrinedda 

@vakaa93 

@rakellilja 

@sylviaborgarnes 

@siggao 

@indianajohanns

 

Setja sér áskoranir eða markmið

Það getur líka verið gaman að setja sér vikulegar og/eða mánaðarlegar áskoranir um fjölda æfinga, fjölda kílómetra eða eitthvað þvíumlíkt sem hvetur mann til þess að koma sér af stað. Ég set mér í hverjum mánuði markmið um hversu marga kílómetra ég ætla að hlaupa og hef ég staðið við þau markmið síðan í apríl, svo ég get sagt að þetta virkar allavega fyrir mig. Það er svo gott að merkja x við að markmiði hafi verið náð! Ég útbjó fyrir sjálfa mig smá áskorun sem ég ætla að reyna að ná að klára fyrir 17.nóvember. Ef það tekst ekki þá mun ég bara framlengja út nóv. Það er svo skemmtileg tilbreyting að gera eitthvað svona. Endilega takið þetta með mér og taggið mig á instagram svo ég geti fylgst með. Ég sá svona bingó hjá einni sem ég fylgi á instagram og fékk að stela hugmyndinni 🙂 

Jákvæðni

Allra mikilvægasti þátturinn í þessu öllu saman er svo að vera jákvæður! Jákvæðni kemur manni langt. Ekki refsa þér fyrir að vera ekki að æfa jafn ákaft og áður, gefðu þér smá break. Það er heimsfaraldur í gangi og þess vegna erum við að æfa heima hjá okkur. Gerum það besta úr þessum aðstæðum sem við höfum. 

 

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við