Að ná lýsislykt úr fötum

Lýsi er okkur mjög mikilvægt. Það má segja að lýsi sé svokallað heilafóður og mikilvægt fyrir sjónheilsu. Það er svo mikið sem lýsi gerir fyrir okkur.

Klara elskar lýsi og biður alltaf um meira, ég hinsvegar kýs að taka inn perlurnar 😀

Lyktin af lýsi er ekkert mikið í uppáhaldi hvað þá ef hún fer í fötin, það þarf ekki nema einn lítinn dropa þá angar flíkin.

En þetta er lítið til að stressa sig yfir, maður getur náð lyktinni úr. Mér finnst lang best að nota rodalon til þess að ná lyktinni.

 

Í færslunni sem ég skrifaði um hvernig á að þvo íþróttfötin má sjá hvernig á að nota rodalon.

Í þessu tilfelli er nóg að leggja flíkina í bleyti í vaskinum.

  • 1-2 tappar af rodaloni
  • 1/2 líter af vatni

Leyfið flíkinni að liggja í 30 mín.

Eftir 30 mín takið flíkina og setjið í þvottavélina. Þar sem öll virknin sem við vildum fá fór fram í vaskinum þá má setja smá þvottaefni og setja meiri þvott í vélina.

Ef lyktin er það mikil af flíkinni setjið hana þá eina og sér í vélina ásamt 1- 2 tappa af rodaloni í forþvottshólfið og á 30° ánþvottaefnis.

Því lægri hiti því betra. Ef vatnið er yfir 40° verður virknin í rodaloni lítil sem enginn.

Þér gæti einnig líkað við