Fyrr í sumar varð ég orðin mjög leið á flísunum heima hjá mér og þráði breytingu. Ég bý í húsi sem foreldrar mínir eiga hér í Reykjavík og því miður voru þau ekki að fara í neinar stór framkvæmdir á næstunni.
Svo skvísan tók málið í sínar hendur, keyrði niður í Slippfélag og talaði við nokkra meistara þar sem gáfu mér góð ráð um hvernig ég ætti að mála flísarnar hjá mér
Ég verð að segja að ég er ansi sátt með útkomuna þótt ég segi sjálf frá, en ég geri þetta ekki aftur. Það eru kostir og gallar við að mála flísar, helstu gallarnir eru þeir að þetta er bara bráðabirgða lausn þá má varla neitt koma fyrir og þá er maður búin að ,,rispa” eða ,,skrapa” málninguna af flísunum.
Þetta var samt mjög fín bráðabirgða lausn – fallegt fyrir augað og ódýr.
Penslar, rúlla, grunnmálning og flísa málning á 20 fermetra = 26.982
Stofa eftir
Hvernig á að mála flísar
- Þrífa flísarnar vel.
- Fara eina umferð með grunnmálningu.
- Fara tvær umferðir með flísa málningu ATH fyrsta umferð þarf að þorna yfir nótt.
Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan við hjú máluðum flísarnar, við eigum einn lítinn pjakk og aðal sportið er að ýta stólum til og frá með þeim afleiðingum að það er farið að sjást aðeins á gólfinu (flagnandi málning)
Það kom þó eitthvað jákvætt út úr þessu flísa málninga ævintýri mínu —> varð til þess að foreldrar mínir samþykktu það að skipt um flísar. Því það gengur ekki að hafa flagnandi gólf hehe
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, líkt og áður vona að þessi færsla hafi gagnast einhverjum sem eru í flísa málningar pælingum
Bestu kveðjur
Sæunn Tamar <3