9 ár ♡

Við hjúin fögnuðum 9 ára afmæli í gær, gerðum okkur dagamun og fórum út að borða. Yndislegt veður og var því ansi gott að komast aðeins út og njóta þrátt fyrir að við lentum ekki á neitt sérstaklega góðum stað. Maturinn bragðlaus og þjónustan frekar léleg. En eftirrétturinn bætti þetta algjörlega upp, hann klikkar sjaldnast. Ótrúlega gaman að hugsa til þess, að á næsta afmæli verðum við komin með litla langþráða krílið okkar í fangið.

Við vorum vön fyrstu árin okkar að gefa hvort öðru gjöf á þessum tíma en með tímanum fórum við að sleppa því og kaupa okkur frekar einhvern stóran hlut inn á heimilið sem vantaði þá. En eina sem kemst að hjá okkur núna er barnavörur, enda barnaherbergið byrjað aðeins að taka á sig mynd.

En ég er gengin 23 vikur á leið og líður bara þokkalega fyrir utan það að gamlir verkir eftir slys eru aðeins farnir að gera vart við sig. En stelpan okkar (alltaf jafn skrýtið að segja þetta) er sí spriklandi, sérstaklega þegar ég er að fara að sofa, sem er alveg dásamlegt að finna fyrir ♡

Kjóll -> Boohoo
Skór -> Asos

Instagram -> ingajons 

Þér gæti einnig líkað við