Nú eru einungis 6 vikur í að við Smári giftum okkur og því aðeins farið að koma mynd á hvernig þetta verður allt hjá okkur. En eins og svo margir þá hafa ófáar klukkustundir farið í að skoða pinterest hjá okkur, eða víst aðallega mér til þess að ákveða hvernig allt skuli vera.
Umræðan um að gifta okkur hefur komið upp nokkrum sinnum síðustu ár og þá einnig með þessa dagsetningu í huga en við ætlum að gifta okkur 22.02.2020 nk. Við ákváðum síðan endanlega í ágúst að gifta okkur á þessum degi, svo það var margt sem þurfti að gera á tiltölulega litlum tíma en við fundum fljótt út að það væri lítið stress þar sem þetta yrði vetrarbrúðkaup. 7 mánuðir eru alveg gerlegir í heildar undirbúning á þessum árstíma allavegana. Kannski hefðum við mátt græja meira af verkefnalistanum fyrr, en þetta er allt samt sem áður að smella núna!
Þemað verður bara kósí og rómantískt vetrarbrúðkaup með ljósaseríum, rauðum blómum og stjörnuljósum. Litirnir sem við er mest að vinna með litina hvítan, dökkrauðan, gyllt og grænt í bland, þetta á eflaust eftir að koma vel út en þetta verður í látlausari kantinum.
Við erum búin að panta sætahlífar þar sem stólarnir eru svartir, panta myndakassa og bakgrunn þar sem það gerir stemminguna þegar líða tekur á kvöldið en skemmtilegri, panta áletraða gestabók og allskyns skraut.
Það sem en á eftir að gera er að græja það skraut sem vantar upp á eins og blöðrur, nammipoka, rör og eftirrétta servéttur. Ég á líka eftir að ákveða hvernig köku ég vil hafa, en það verkefni er eitt það erfiðasta finnst mér, þar sem ég hef mikla skoðun á því málefni!
Við ætlum einnig að hafa hastag á samfélagsmiðlum til þess að geta fylgst með myndum frá deginum okkar, en það er en óákveðið þar sem við hjónaefnin erum ekki alveg sammála hvað sé best.
Skórnir mínir eru græjaðir!
Það er verkefni sem ég er búin að snúast í marga hringi með, en fyrir þá sem ekki vita þá geng ég svo lítið í hælum almennt svo ég ákvað að ég myndi gifta mig í hvítum strigaskóm og að finna þá réttu hefur verið erfitt. En engar áhyggjur gott fólk, kjóllinn er síður svo það sést lítið.
Vetur er sá árstími sem mig hefur í mörg ár langað mest að gifta mig á. Þar sem þetta er sú árstíð sem er mest kósí, ásamt því að snjór er í miklu uppáhaldi. En febrúar er líka yfirleitt sá mánuður sem mestar líkur eru á snjó og þá á sama tíma minnstar líkur á rigningu.
Ég mun svo skrifa ítarlega brúðkaupsfærslu eftir brúðkaup, sem eflaust nýtist hvort sem eigi að gifta sig í sumar eða síðar.
Þeir sem vilja fylgjast með brúðkaups undirbúningnum, mæli ég með því að fylgja mér á instagram undir sandrabirna
Þar til næst ♡
-Sandra Birna