Klara Dís er byrjuð að fara á koppinn og stendur hún sig svo vel.
Hún var farin að sýna „öll“ merkin um að hún væri tilbúin að prufa þannig ég var ekki lengi að kaupa kopp og prufa.
Allt sem tengist baðherberginu er hún voða spennt fyrir og er mesta sportið að fá að sturta niður og þvo sér um hendurnar.
Við tökum þetta í hænuskrefum, hún allavega pissar í hvert skipti sem hún sest á koppinn. Ég reikna með að hún verði alveg hætt með bleyju fyrir sumar þetta gengur svo vel.
Merki sem segja til um að barnið sé tilbúið fyrir koppinn
* Þau reyna taka blauta bleyju af sér
* Fara afsíðis þegar þau þurfa gera sitt
*Sýna baðherberginu mikin áhuga
*Ná að halda sér þurr í klukkutíma-tvo
* Vakna þurr eftir lúr
* Láta vita þegar þeim er mál
Þetta er öll merkin sem ég tók eftir með mína dömu. Hún er mjög dugleg að láta mig vita ef hún þarf að fara á koppinn. Hún alveg þolir ekki að vera með blauta bleyju.
Til að gera þetta spennandi fyrir hana þá leyfi ég henni alltaf að sturta niður og svo hengdi ég upp svona koppa prógram inná bað sem við fyllum út.
Við fyllum blaðið út með límmiðum og í fimmta hvert skiptið fær hún lítil verðlaun 🙂
Henni finnst þetta mjög spennandi
Þangað til næst –