6 ára Super Mario afmæli

Mikael okkar varð 6 ára núna 9. janúar, dagur sem hann var búinn að bíða eftir heillengi ! Mjög spennandi að verða 6 ára enda byrjar hann í skóla í haust. Ég hef mjög gaman af því að halda veislur og elska að vera með þema ! Barnaafmælin hjá okkur eru þess vegna alltaf með þema í samráði við krakkana og þeirra áhugamál það árið. Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá Mikael núna er Super Mario svo auðvitað var ákveðið að halda Super Mario afmæli. Ég byrjaði að skoða úrvalið í verslunum hér en fann ekkert annað en diska, glös og servíettur í þemanu. Ég var aðeins of sein að panta að utan þannig ég fór að skoða hugmyndir á pinterest og sjá hvað ég gæti gert sjálf. Ef maður er duglegur að leita er alveg hellingur á pinterest sem er hægt að hlaða niður, prenta og klippa út sjálfur. Líka alveg frítt ! Ég fann fánaveifur í þemanu og bætti svo stöfum inn í myndvinnslu appi í símanum, prenti svo út og hengdi upp. Þá vorum við komin með veifur sem stóð á ,,Mikael 6 ára“. Ég fann síðan möffinstoppa, prentaði, klippti niður og límdi tannstöngla aftan á myndirnar og var þá komin með fullkomið skraut í rice crispies kökurnar. Við fórum síðan niður í Allt í köku og keyptum blöðrur í þemalitunum sem ég batt svo við endann á borðstofuborðið. Mig langaði síðan að skreyta eyjuna aðeins og fann mynd af Super Mario sem ég einmitt prentaði út, klippti og hengdi á eyjuna.

 

Við vorum með súkkulaðiköku frá Myllunni og svo bakaði ég Super Mario regnbogaköku eins og sonurinn vildi. Það er líka ótrúlega sniðugt að nýta leikföng og fígúrur barnanna í skraut í afmælum og nýttum við til dæmis Super Mario fígúrurnar sem kökuskraut. Afmæliskakan heppnaðist ekki alveg eins og ég vildi en afmælisstrákurinn var mjög ánægður sem er auðvitað það sem skiptir mestu máli.

                        

 

Það er líka eitt sem við gerum alltaf en gleymdist að taka mynd af í ár enn það eru gjafapokar fyrir börnin sem koma í afmælið, við setjum þá yfirleitt smá nammi og lítið dót (party favors) í poka tengda þemanu sem afmælisbarnið færir krökkunum þegar þau fara heim. Ótrúlega skemmtilegt og svo krúttlegt að sjá afmælisbarnið rétta vinum sínum nammipoka og þakka fyrir sig.
Í ár fengum við lítið dót í pokana í Hagkaup á bara 199 kr,
6 litlir gormar og hoppufroskar í pakka sem var alveg fullkomið að bæta í gjafapokana.

 

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

This error message is only visible to WordPress admins
Error: No posts found.

Þér gæti einnig líkað við