Afmæli

Ég átti afmæli þann 23.maí síðastliðinn og varð hvorki meira né minna en 40. ára gömul! Mér finnst svo ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég sé orðin fertug. Ég sver að mér líður eins og ég sé í mesta lagi þrítug. Það er alveg merkilegt hvað tíminn líður hratt og því eldri sem maður verður, því hraðar líður hann. Eða þannig líður mér að minnsta kosti. Mig langar að benda ykkur á ÞESSA færslu sem ég skrifaði árið 2019 um það að nálgast fertugsaldurinn. 

Ég var búin að gæla við þá hugmynd að halda smá partý heima hjá mér þegar þessum áfanga væri náð, enda Eurovision þarna um kvöldið þann 22.maí. En svo þegar kom að því þá hætti ég við það allt saman og hélt bara ekkert upp á tilefnið. Mamma mín var svo yndisleg að baka kökur og bauð í lítið kaffiboð heima hjá sér, sem ég var mjög þakklát fyrir. Dóttir mín bauð svo mömmu sinni út að borða um kvöldið. Við fórum á Grillhúsið í Borgarnesi og fékk afmælisbarnið að velja sér eftirrétt í boði hússins, sem var mjög gaman. 

Afmælisgjöfin frá mér til mín í ár er svo ferðin til Mallorca sem ég er að fara í núna á laugardaginn, ef allt gengur eftir. Ég sagði ykkur aðeins frá þessari ferð HÉR.  Ef þið viljið fylgjast með mér þarna úti, þá mun ég sýna frá ferðinni á intagramminu mínu @rosasoffia

Ég er samt svo smeyk um að eitthvað komi fyrir þannig að ég þurfi að fresta ferðinni. Týpískt að ég fengi covid eða einhver nákominn mér og ég myndi þurfa að fara í sóttkví. En ég reyni að vera bjartsýn og tel niður dagana þangað til ég kemst í sólina. 

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við