4 ára afmæli+ pinjata föndur

Klara Dís okkar átti afmæli 25. júní og héldum við veislu í tilefni þess. Dagurinn var alveg yndislegur og var þetta besti dagurinn að hennar sögn. Við grilluðum pylsur og fengum okkur síðan köku. Klara vildi fá regnboga köku þannig við höfðum þemað í áttina að því. Veðrið var ekkert sérstakt þannig við héldum okkur innandyra og fórum í nokkra skemmtilega leiki 😊

Algjör afmælis prinsessa 👑

 

Afmæliskakan sem við pöntuðum frá 17 Sortum. Kakan var ótrúlega flott og mjög góð🤩. Við völdum auðvitað oreo og súkkulaði bragð en það er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Mæli svo mikið með kökunum frá 17 Sortum, þær eru algjört lostæti!

 

Við buðum nokkrum úr leikskólanum í veisluna og vildum við vera með leiki sem væru frekar léttir og frjálsir. Ég föndraði pinjata sem sló alveg í gegn 🤩 Allir kannast eflaust við pinjata þar sem krakkarnir skiptast á að slá niður fígúru fulla af allskonar kræsingum. Ég vildi sleppa þeim hamagangi og gefa hverju barni hólf fyrir sig. Ég skar út hringi á pappakassa og pakkaði honum inn síðan límdi ég silkipappír bakvið.

 

 

Ég útbjó litla kassa bakvið og setti verðlaun í þá. Límdi síðan með límbyssu bakhlið og pakkaði henni inn. Það er hægt að að kaupa litla kassa og jafnvel litla pappírspoka til að líma bakvið og mun ég klárlega gera það næst. Þetta var mikið föndur og tími sem fór í þetta en vel þess virði 💕 Verðlaunin keypti ég síðan í Søstrene 😊

Það var mjög gaman að fylgjast með krökkunum opna sitt hólf. Sumir notuðu mikið afl á meðan aðrir potuðu með einum fingri. Þau höfðu svo gaman af þessu og foreldrarnir 🥰. Ég mun alveg klárlega gera þetta aftur. Kannski sleppa pappakassanum næst og kaupa þykkt karton svo það sé léttara að gera hringana 😃

 

Klara alveg ótrúlega ánægð með daginn 💕
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni.

Þessi færsla er gerð í samstarfi við 17 Sortir 🥰

 

Þér gæti einnig líkað við