3 ára Frozen afmæli

Litla stelpan okkar er nýorðin 3 ára og við ákváðum að halda litla veislu síðustu helgi. Ísabella elskar Frozen og allt tengt Elsu er flottast og best í heimi ! Það kom því ekkert annað til greina en að halda alvöru Frozen partý. Þó svo að veislan hafi verið fámenn í samræmi við fjöldatakmarkananir vildi ég samt ekki gera minna úr afmælinu hennar og veislunni. Ég fór í allt í köku og keypti plastlengju til að útbúa blöðruboga, ég hef aldrei gert það áður og það kom mér virkilega á óvart hversu auðvelt það er í framkvæmd. Ekkert helíum og ekkert vesen, það eina sem ég þurfti var plastlengjan, venjulegar blöðrur og svo hafði ég keypt blöðrupumpu í Tiger sem auðveldaði verkið helling en alls ekki nauðsynlegt. Það náðust því miður ekki myndir af öllu skrautinu en ég keypti líka fallegt skraut í þemalitunum í sostrene grene en það fæst mikið af fallegum og ódýrum veisluskreytingum þar.

Ég prófaði svo að gera marengsstaf sem ég sá hjá Sylvíu Haukdal, vá hvað hann var góður og rauk út ! Hér er hægt að finna uppskrift og leiðbeiningar. Afmæliskakan var svo bara einföld súkkulaðikaka með smjörkremi sem við skreyttum með nafnaskiltinu hennar úr skírninni og Frozen fígúrum sem Ísabella átti. Við vorum svo með rice crispies muffins sem slá alltaf í gegn og litla brownies bita.

                         

Við gerðum svo litla gjafapoka fyrir börnin sem komu í afmælið en ég keypti litlu Haribo nammipokana í Costco og dótið í Hagkaup sem kemur saman í litlu pokum á aðeins 199 kr. Gjafapokana keypti ég svo í Allt í köku.

Ísabella átti afmæli á miðvikudeginum fyrir veisluna og var alveg ofboðslega spennt fyrir því að eiga afmæli þannig við vorum líka með smá kaffiboð þar sem við buðum ömmu í heimsókn, læt líka fylgja myndir af því.

                    

 

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

This error message is only visible to WordPress admins
There has been a problem with your Instagram Feed.
Error: No posts found.

Þér gæti einnig líkað við