29 ára!

Ég átti 29 ára afmæli í síðustu viku. Ég er mikið afmælisbarn, ég elska að eiga sér dag og fá pakka. Verð að viðurkenna að það var mjög skrýtið að eiga afmæli í samkomubanni. Venjulega enda ég alltaf afmælisdaginn á kvöldmat hjá mömmu með allri fjölskyldunni en það var ekki hægt þetta árið. En ég var í góðum höndum heima, Óli og Ágústa Erla sáu vel um mig.

Ég hélt samt smá kaffi síðasta sunnudag fyrir allra nánustu og vorum við bara átta hérna heima. Ég bauð upp á heitt rúllutertubrauð, djöflatertu Lindu Ben og ostasalat með brauði og kexi. Var voða notalegt að geta hitt aðeins fólk og notið saman.

Ágústa Erla fékk að skreyta kökuna.

Þetta er í þriðja skipti sem ég gerði kökuna frá Lindu Ben en hún er svakalega góð, uppskriftina finnið þið hér. Svo að sjálfsögðu gerði ég uppáhalds ostasalatið mitt og er uppskriftin að því hér.

Ætla troða tveimur bumbumyndum með en í dag er ég komin rúmar 31 vikur á leið. Get ekki annað en verið þakklát og hamingjusöm með allt saman.

Það eru forréttindi að fá að eldast.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við