Á hverju ári fagna ég því að fá að eldast, það er ekki svo sjálfgefið! Í gær átti ég afmæli og varð 28 ára. Ég átti yndislegan dag með strákunum mínum í rólegheitunum.
Ég var svo heppin að vera í fríi í vinnunni og ákvað að hafa Tristan bara heima hjá mér svona í tilefni dagsins. Atli kom svo heim í hádeginu og þá skellti ég mér á hestbak í alveg geggjuðu veðri. Dagurinn fór svo bara í að njóta þess að vera með strákunum mínum, kíktum aðeins á rúntinn og svo eldað Atli alveg geggjaðan mat fyrir mig! Ég bað um humar í matinn en hann eldaði svo góðan humar sem forrétt á jólunum og ég bað um að fá svoleiðis aftur, nema bara sem máltíð í þetta skiptið. Honum fannst alveg agalegt að ég fengi ekki köku á afmælinu mínu svo hann skellti í franska súkkulaðiköku í eftirrétt.
Við enduðum svo daginn á að fara aðeins yfir skipulagið fyrir brúðkaupið en það styttist hratt í stóra daginn!
Fullkominn afmælisdagur!