1x Djúpslökun í þyngdarleysi – Hydra Flotation Spa
Stefnumót í þyngdarlausu floti, áhugavert og klárlega einstök upplifun í epsomlausn þar sem líkami, hugur og sál fljóta um.
2x Listasafn Einar Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er listasafn á Skólavörðuhæð í Reykjavík. Safnið er eitt af því fegursta og áhrifamestu söfnum sem ég hef farið á. Í safninu eru verk Einars Jónssonar, bæði höggmyndir og málverk.
3x Perlan – Undur íslenskrar náttúru og Áróra stjörnuvers
Nýverið opnaði Perlan nokkrar mjög skemmtilegar og áhrifaríkar sýningar.
Undur Íslenskrar náttúru
Upplifið íslenska náttúru á einstakan og öðruvísi hátt. Krafta eldgosa, jarðskjálfta, eðli jökla, flekahreyfingar, gangið í gegnum manngerðann íshellir og skoðið undur hafdjúpanna.
Áróra stjörnuver
Ferðalagið tekur ykkur um himingeiminn til að skilja vísindin á bakvið ráðgátuna og sögur heimsins. Langt umfram hefbundna stjörnuverssýningu, þá býður Áróra ykkur að búa til ykkar eigin norðurljós. – einstök upplifun, held nú það.
4x Fjallganga – Úlfarsfell, Helgafell eða Esjan
Hver hefur ekki gaman af smá göngu í fallegu umhverfi í góðum félagsskap. Ef það kynni að verða að þið verðið uppiskropa með umræðuefni er alltaf hægt að grípa í það ráð að ræða um Íslenska náttúru eða bölva veðrinu.
5x Viðey
Takið 5 mínútu siglingu til Viðeyar, gangið um eyjuna, kynnið ykkur sögu eyjarinnar, náttúru, listir, friðarsúlu og kirkju, Ekki slæmt að enda á kaffibolla á Viðeyjarstofu áður en heim er haldið. Í Viðey eru líka fjölbreyttar hjólaleiðir sem eru tilvaldar fyrir íþróttaálfa stefnumót.
6x Sund
Slappið af og njótið félagsskap hvort annars í sundi.
7x Hjólatúr
Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Hvort sem þið eruð að leita af þæginlegum kaffihúsarhring eða off road ævintýrahring. Mæli með að skoða heimasíðu LHM ( Landssamtök hjólreiðamanna) LHM Þar er hægt að finna úrval af skemmtilegum hjólaleiðum.
8x Hið íslenska reðursafn
Hafið þið farið á hið Íslenska reðursafn? Ef ekki þá mæli ég með því það er upplifun.
9x Pool
Leikið ykkur farið í pool, jafnvel þótt að leikurinn ykkar sé kannski ekki beint sterkur þá er það bara gaman að æfa sig.
10x Uppistand
Farið á uppistand saman, hlæjið saman, ræðið hvað ykkur fannst ná til ykkar og hvað ekki. Ég mæli með sýngum hjá t.d. Mið- Íslands.
11x Leikhús
Get lofað ykkur því að það stendur meira uppúr að fara á áhrifaríka sýningu en að fara í bíó.
12x Klifurhúsið
Leikið ykkur saman með því að klifra upp á veggi.
13x Laugavegsganga
Byrjið ofarlega á Laugaveginum og gangið inn í allar þær búðir, bari, kaffihús og söfn sem ykkur finnst vera áhugavert og færið ykkur alltaf neðar og neðar veginn.
14x Crossfit æfing
Eruð þið íþróttaálfar með keppnisskap og viljið fá smá útrás og sjá hvað býr í hvort öðru? Þá held ég að Crossfit æfing sé tilvalið fyrir ykkur.
15x Farið á TIX eða midi.is
Farið inn á tix eða midi.is og finnið viðburð, hvaða viðburð sem er þann dag og farið á hann – smá ævintýri og gæti komið ykkar á óvart að fara út fyrir þægindarramann.
16x Mini Road Trip
Skellið ykkur í bíltúr! Það eru svo margar fallegar náttúruperlur og áhugaverðir staðir í nágrenninu t.d. Krauma í Borgarfirði, Friðheimar og Lava Tunnel svo eitthvað sé nú neft.
17x Game night
Ef þið hafið gaman afþví að brjóta heilann og eruð með smá keppnisskap er good old fashion game night aldrei leiðinlegt. Spil sem tveir geta spilað t.d. Ticket to ride, Clue, Monopoly, you name it.
18x Kolaports stefnumót
Farið saman í Kolaportið og skoðið saman básana. Þið getið líka farið í smá leik. Hvor ykkr fær 15 min og 500 – 1.000 kr budget og eigið að kaupa gjafir handa hvort öðru fyrir þann pening.
19x Golf / Driving range
Farið í golf eða skjótið nokkrum boltum saman úr driving range.
20x Leikurinn
Fyrir einhverju síðan rakst ég á leik á netinu – Questions game for partners. Ég og kærasti minn Sigtryggur ákváðum að krydda smá upp á leikinn með þeim þætti í staðinn fyrir að spyrja hvort annað spurninga og annar aðilinn svarar um sjálfan sig. Breytum við leiknum þannig að makinn að svari spurningunni um hinn aðilann.
Dæmi:
Spurning (Sigtryggur): Hver er uppáhalds sjónvarpsþáttaröðin mín
Sæunn svarar: uppáhalds sjónvarpsþáttaröðin þín er the Office
Sigtryggur: rétt svar (og Sæunn fær stig, ef Sæunn svarar rangt fær Sigtryggur stig)
Þetta reyndist vera skemmtilegt kvöld og kynntumst hvor öðru mun betur, hlóum og höfðum gaman af.
Hægt er að finna margar skemmtilegar tengdir af þessum leik og spurningum á google með leitarorðunum Questions game for partners.
Vona að einhver hafi haft gaman af þessum stefnumótarhugmyndum.
Hef þetta ekki lengra í bili ;*
Bestu kveðjur
Sæunn Tamar