1. Friends. Ég gæti ekki sett saman topplista yfir uppáhaldsþættina mína nema Friends tróni á toppnum. Ég hef horft á þessa þætti fram og til baka frá því ég var 18 ára gömul (fyrir þá sem vita hvað ég er gömul, þá eru það nokkuð mörg ár). Ég hlæ ennþá með bröndurunum og grenja yfir sorglegu atriðunum. Það munu aldrei neinir þættir komast nálægt Friends.
Einkunn á imdb 8,8
2. Supernatural. Núna er í gangi 14.sería af Supernatural, svo vinsælir eru þessir þættir úti, þó að vinsældir þeirra hafi ekki náð mikið til Íslands og eru td ekki á íslenska netflix. Ég þekki amk ekki til margra sem horfa á þessa þætti, en þeir eru algjörlega þess virði að fara að binge-a þá. Þættirnir fjalla um bræðurnar Sam og Dean (myndarlegustu bræður í sögu alheimsins ef ykkur vantar frekari sannfæringu) sem elta uppi og drepa yfirnáttúrulegar verur. Þættirnir eru að auki fullir af húmor og rosalega góðri músík.
Einkunn á imdb 8,3
3. Chicago Fire. Soldið típískir amerískir þættir, en stundum er maður bara í stuði fyrir svoleiðis. Þeir eru því miður ekki á netflix svo maður þarf að verða sér út um þá á einhvern annan hátt. Mjög mikið af sterkum karakterum og myndarlegum karlmönnum í slökkviliðsbúningum, sem er nú aldrei leiðinlegt að horfa á. Mikið drama og mikið fjör.
Einkunn á imdb 7,9
4. Fringe. Alltof langt síðan ég horfði á Fringe. Þeir eru því miður ekki á Netflix og eru orðnir nokkurra ára gamlir svo það getur verið erfitt að finna þá, en þeir eru algjörlega leitarinnar virði! Þessir þættir hafa allt: ástarsögu, spennu, geðveiki, tímaflakk, vísindi og svo margt fleira. Josuha Jackson úr Dawsons creek leikur eitt aðalhlutverkið í þáttunum og bræðir mann algjörlega með hvolpaaugunum sínum.
Einkunn á imdb 8,3
5. Dexter. Mér fannst svo leiðinlegt þegar þættirnir kláruðust. Með þeim betri sem hafa verið gerðir að mínu mati. Að það sé hægt að fá mann til að halda með raðmorðingja er ekkert annað en góðri leikstjórn og góðum leikara að þakka. Fannst síðasta serían sérstaklega góð með Juliu Stiles og Darra Ingólfs. Ekki slæmt að eiga íslenskan leikara í svona stórum þáttum.
Einkunn á imdb 8,6
6. The 70´s show. Ég var svo glöð þegar þessir þættir komu á Netflix og núna er ég búin að horfa nokkrum sinnum í gegnum allar seríurnar. Allir karakterarnir í þessum þáttum eru snillingar, endalaust mikið af húmor og kaldhæðni.
Einkunn á imdb 8,1
7. Desperate housewifes. Þættir sem allir þekkja og ég bíð spennt eftir að komi á Netflix. Ég hef horft tvisvar sinnum í gegnum allar seríurnar og alveg jafn gott í hvert skipti. Enda ótrúlega vel gerðir þættir, frábærir karakterar og endalaust drama og spenna.
Einkunn á imdb 7,5
8. Brooklyn nine-nine. Þessir þættir eru með þeim fyndnustu sem ég hef séð. Ég elska aulahúmorinn í þeim og aðalkarakterinn er svo mikill meistari. Sería 4 er nýkomin inn á Netflix, þannig að ef þú átt eftir að sjá þessa þá er komið nóg til að taka smá binge session. Þú verður klárlega ekki fyrir vonbrigðum.
Einkunn á imdb 8,3
9. House. Snillingurinn hann House bregst aldrei. Hver þáttur fullur af svörtum húmor og glænýjum læknaráðgátum.
Einkunn á imdb 8,8
10. Good girls. Þetta eru Netflix original þættir og er komin ein sería. Það er langt síðan ný þáttasería greip mig svona og ég kláraði alla seríuna á mjög skömmum tíma. Fjalla um vinkonur sem lenda allar í aðstæðum þar sem þær þurfa á peningum að halda og ákveða að ræna matvöruverslun.
Einkunn á imdb 7,9
En svo eru ótrúlega margir góðir þættir sem ég hefði einnig viljað getað komið fyrir á þessum lista eins og td Scrubs, Sex and the city, Outlander, Modern family og Entourage til að mynda.
Svo eru þáttaraðir eins og Vikings, Narcos og Game of thrones sem ég hef ekki horft á allt ennþá svo mér finnst ég ekki getað sett þá á listann strax. Þetta eru svona þættir sem eru rosalega vel gerðir og þarfnast 100% athygli við áhorf, og þar sem ég er haldin miklum athyglisbrest þá á ég stundum erfitt með það, svo þessir þættir hafa soldið setið á hakanum hjá mér vegna þess. Ég vil ekki horfa á þá með öðru auga.
Next up hjá mér er svo að tékka á Peaky blinders, Billions og Big little lies. Hef heyrt ótrúlega góða hluti um þessa þætti og þeir fá allir mjög góða einkunn á imdb.
Takk fyrir að lesa