10 staðreyndir um mig – Rósa Soffía

Þar sem ég er ný hérna á Lady.is blogginu langaði mig til leyfa ykkur að kynnast mér aðeins betur, og skrifa því annað kynningablogg, en samt með öðruvísi hætti, þannig að þið getið kynnst mér á annan hátt. Því ákvað ég að setja upp lista um 10 hluti sem fáir vita um mig.

1. Ég er raunverulega ljóshærð. Ég byrjaði að lita hárið mitt dökkt um 25 ára aldurinn því minn litur var aðeins farin að dökkna og var orðinn þessi típíski Íslendinga músalitur og ég gafst upp á að halda því ljósu.

2. Ég á 5 bræður, en enga systur.

3. Ég stofnaði mína fyrstu bloggsíðu árið 2006 fyrir áfanga í Háskólanum á Bifröst. Frá þeim tíma hef ég haldið úti einhverjum síðum, en þó verið misdugleg að halda þeim við.

4. Ég keppti í módelfitness, kraftlyftingum og þrekmeistaranum frá árunum 2009-2014.

5. Ég ELSKA Supernatural

6. Ég er fáránlega minnug á tölur. Ég get þulið upp kennitölur hinna ýmsu fyrirtækja eins og ekkert sé, en að muna hvort ég hafi verið búin að kaupa klósettpappír? Ekki séns!!

7. Það allra leiðinlegasta sem ég geri er að elda og þrífa.

8. Ég er mikill nautnaseggur og fer í heitt freyðibað helst á hverjum degi!

9. Ég á kisu sem heitir Jósefína. Nafnið varð fyrir valinu því þegar ég var lítil var pabbi minn alltaf að stríða mér og spurja mig hvort ég héti ekki Jósefína.

10. Ég naga neglurnar og allt þar í kring!!! Ógeðslegur ávani sem ég bara get ekki vanið mig af. Ég hætti að reykja eftir að hafa reykt í 11 ár og það var ekkert mál, en að hætta að naga er bara eitthvað sem ég get ekki gert!

Jæja, þá er ég búin að segja ykkur aðeins meira frá mér. Ég er líka mjög virk á instagram og sýni þar frá mínu daglega lífi í story . hl=en

Þér gæti einnig líkað við