10 Staðreyndir um mig – Hafrún Ýr

Mér datt í hug að deila með ykkur nokkrum staðreyndum um mig til að leyfa ykkur að kynnast mér aðeins betur. 

  1. Ég er með mjög sterka réttlætiskennd! 
  2. Ég fór sem skiptinemi til Malasíu árið 2012 og var þar í eitt ár. Síðan þá hef ég farið út tvisvar til að heimsækja fósturfjölskylduna mína. Í fyrra skiptið fórum við Atli saman og ferðuðumst aðeins um landið og eyddum jólunum með fjölskyldunni sem ég bjó hjá. Í seinna skiptið fór ég ein út í brúðkaup hjá fósturbróðir mínum sem var ótrúlega mikil upplifun! 
  3. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á hestbak. Fjölskyldan mín hefur alltaf átt hesta og hefur hestamennska verið sameiginlegt áhugamál okkar. Það kom samt tímapunktur sem ég var alveg að missa áhugann en akkúrat þá flutti ég til Malasíu og sá ekki hesta í heilt ár. Ég held að það hafi algjörlega bjargað áhuganum hjá mér og fannst mér ennþá skemmtilegra að fara á hestbak eftir að ég kom aftur heim. 
  4. Ég er nánast undantekningarlaust alltaf með handavinnu með mér hvert sem ég fer. Betra að hafa hana með ef mig skyldi langa að grípa í hana. 
  5. Þegar ég var að klára 10 bekk þá vissi ég ekkert hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Eitt sem ég var samt ákveðin í var að ég ætlaði sko alls ekki að verða kennari! Í vor er ég að klára fimmta og síðasta árið í kennaranáminu. 
  6. Mig hefur lengi langað til að eiga og reka mitt eigið fyrirtæki. Hvernig fyrirtæki veit ég ekki alveg. 
  7. Ég æfði á píanó í 8 ár í grunnskóla og 1 ár á þverflautu. 
  8. Mig hefur lengi langað að fara til Grænlands 
  9. Ég elska að hafa kveikt á kertum! Helst ilmkertum. 
  10. Ég er mjög hrifin af Tupperware vörum og hef verið að selja þær í rúm 2 ár.

Þér gæti einnig líkað við