10 hlutir sem þú vissir (mögulega) ekki um mig

1. Þegar ég var lítil átti ég kanínubangsa sem ég kallaði Gúrí og var ég lengi kölluð því nafni af fjölskyldu minni eftir það. Nánasta fjölskylda og vinir kalla mig enn þann dag í dag stundum Gúrí.

2. Ég var í hljómsveit með tveim bestu vinkonum mínum þegar ég var í grunnskóla, við sömdum okkar eigin lög og héldum tónleika fyrir vini okkar.

3. Þegar ég var um 14 ára ákvað ég að ég vildi verða flugfreyja þegar ég yrði „stór“. Það er ennþá eitthvað sem ég væri til í að gera en hef ekki enn gert það vegna mikillar flughræðslu.

4. Ég er mjög sérstök þegar kemur að mat og vil helst raða matnum á diskinn minn sjálf.

5. Þegar ég var í grunnskóla var ég í skátunum (bjó líka í Hveragerði…) endaði með því að ég varð skátaforingi í smá tíma áður en ég hætti.

6. Mér er ALLTAF kalt á tánum.

7. Ég er mjög mikill nörd og elska Harry Potter og ævintýramyndir. Ég hef lesið allar Harry Potter bækurnar, fyrstu og síðustu bókina meira að segja tvisvar.

8. Þegar ég var unglingur var ég með mjög slæma húð. Ég þurfti að fara tvisvar á mjög sterka Decutan kúra.

9. Ég hef alltaf verið skósjúk og þá sérstaklega fyrir hæla og skvísuskó – á tímabili átti ég yfir 80 skópör.

10. Ég er núna að hanna vöru sem ég ætla láta framleiða og svo selja, verður vonandi tilbúin í byrjun næsta árs.

Vonandi höfðu þið gaman að!

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við