Klara Dís var 1. árs núna á sunnudaginn og héldum við uppá það.
Dagurinn var yndislegur og naut Klara sína alveg í botn.
Lék sér við alla og var í miklu stuði.
Hún fékk að smakka smá af afmæliskökunni og fékk mikið af flottum gjöfum.
Það var smá kisu þema hjá okkur því Klara er kisusjúk 🙂
Kökuna pantaði ég frá Sætar Syndir og var hún ótrúlega góð.
Kórónuna föndraði ég sjálf. Ég keypti allt í hana úr Föndru á Dalvegi. Þau eru með alla liti af glimmerpappír og fullt af steinum til að skreyta og gera fínt 🙂
Stjörnuljósið fékk ég úr Partýbúðinni og demantskertið af Alí. Finnið það inná Alí með því að skrifa „Hand made diamond candle“
Bleikt kúlu snakk sló heldur betur í gegn. Fæst í Mini Market 😊
Súkkulaðibrunnurinn var keyptur í Allt í köku og eru berin aðsjálfssögðu frá Costco.
Prinsessu stóllinn vel skreyttur 👑
Klara Dís alveg í skýjunum með daginn. Takk allir sem mættu og gerðu daginn æðislegan 💕
Hef þetta ekki lengra 💕
Þessi færsla inniheldur ekkert spons, er ekki auglýsing og er ekki kostuð 🙂